Öldrun og málefni aldraðra

Rannsóknastofnun  í barna- og fjölskylduvernd (RBF) lætur öldrun og málefni eldri borgara sig varða bæði með útgáfu, rannsóknum, fyrirlestrum og annari fræðslu.  Í þekkingarveitunni öldrun og málefni aldraðra, eru teknar saman á einn stað upplýsingar um málaflokkinn og aðkomu RBF. Frá hausti 2010 hefur verið unnið markviss að eflingu umræðu um málaflokkinn og var þema á málstofum haustsins (2010) Aldraðir: breyttar þarfir –breytt þjónusta.

Hér á síðunni er að finna rannsóknir, fræðsluerindi og fyrirlestra, fjölmiðlaumfjöllun og fleira sem RBF hefur verið aðili að.
Til að vinna ennþá markvissari starf með málaflokkinn hefur RBF ásamt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála  skrifað undir  samstarfssamning   við Landsamband eldri borgara. Nú þegar hafa verið haldin 2 málþing og stefnt á það þriðja haustið 2011. 

Samstarfssamningur LEB og RBF.



Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is