Námskeið RBF

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um námskeið sem haldin eru á vegum RBF: Að verða foreldri, Gegn ofbeldi og Barn í blóma. Tímasetningar eru auglýstar á heimasíðu RBF en einnig er hægt að fá frekari upplýsingar á rbf@hi.is og í síma 525-5200.  

Að vaxa í starfi - fagvitund og sjálfsefling

Námskeiðið er endurmenntunarnámskeið og jafngildir 12 kennslustundum framhaldsstigi. Staðfest vottorð um þátttöku verður afhent í námskeiðslok.  

Sjá nánar

Að verða foreldri

Gottman námskeiðinu „Að verða foreldri“ er ætlað að búa verðandi foreldra undir þær breytingar sem verða í parsambandinu með tilkomu barns og þekkja grundvallaratriði í þroska barna. 

Sjá nánar

Barn í blóma

Barn í blóma er nýsköpunar– og þróunarverkefni sem felst í námskeiði fyrir bæði ungar stúlkur og foreldra þeirra. Það fer að miklu leyti fram á netinu og er ný sýn og nálgun í flóru sjálfstyrkingarnámskeiða. 

Sjá nánar

Gegn ofbeldi: Fræðsla til fagfólks um ofbeldi, viðtalstækni og viðbrögð

Námskeiðinu er ætlað, félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, ljósmæðrum, námsráðgjöfum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, prestum og öðru fagfólki sem vill bæta við þekkingu sína á ofbeldi, tileinka sér aðferðir til að greina það og geta nálgast svo viðkvæmt málefni og brugðist við á faglegan og árangursríkan hátt.

Sjá nánar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is