Að verða foreldri

Gottman námskeiðinu „Að verða foreldri“ er ætlað að búa verðandi foreldra undir þær breytingar sem verða í parsambandinu með tilkomu barns og þekkja grundvallaratriði í þroska barna. 

Lögð er áhersla á að 

  • efla vinatengsl og nánd í sambandinu
  • stjórna ágreiningi
  • vera samstillt í uppeldishlutverkinu
  • þekkja grundvallaratriði í þroska barna
  • vita hvert hægt er að leita eftir stuðningi og ráðgjöf þegar þörf er á 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru viðurkenndir Gottman leiðbeinendur (e. Certified Gottman Educators): Ástþóra Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Hera Ó. Einarsdóttir, félagsráðgjafi, Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi, Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni og MA nemi í menntunarfræðum og Valgerður Snæland Jónsdóttir fv. sérkennslufulltrúi og skólastjóri.  

Námskeiðið er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF), Gottman á Íslandi og Velferðarsjóðs barna.

Námskeiðið hefur notið styrkja frá ýmsum aðilum.  

Allir verðandi foreldrar og foreldrar ungbarna eru velkomnir.

Skráning og frekari upplýsingar hjá RBF, rbf@hi.is

Kynningarbæklingur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is