Heilbrigði og heildarsýn: Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu

Ritstjórar: Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson

Háskólaútgáfan og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

2006

 

Bókin veitir almenna kynningu á félagsráðgjöf á margvíslegum sviðum innan og utan heilbrigðisstofnana. Hún er þannig kennsluefni, einkum fyrir nemendur í félagsráðgjöf en hún kemur einnig að gagni fyrir aðra faghópa sem starfa við hlið félagsráðgjafa. Þá er hún einnig handbók fyrir almenning. 

Bókin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta eru þrjú umfangsmikil og fræðilega undirbyggð erindi um hugmyndafræði og stefnumótun. Í öðrum hluta eru ,,Svipmyndir af sérsviðum” þar sem reyndir félagsráðgjafar gera grein fyrir hinum ólíku sérsviðum félagsráðgjafar í heilbrigðisþjónustu. Í þriðja hlutanum eru birt fjölfagleg erindi frá ráðstefnu um félagsráðgjöf í heilsugæslu. 

Hin fjölbreytilegu faglegu viðfangsefni sem kynnt eru í bókinni fjalla ma. um barnleysi og hinar tilfinningalegu, félagslegu, siðfræðilegu og tæknilegu hliðar vandans. Einnig er fjallað um kynfræðslu og kynheilbrigði ungs fólks.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is