Fagþróun í félagsráðgjöf: Greinasafn

Umsjón: Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson
Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Nóvember 2009
Dreifingaraðili: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd

Í lesheftinu er að finna safn áður birtra greina um fagþróun og rannsóknir í félagsráðgjöf. Greinarnar sem birtar eru í heftinu spanna liðlega 20 ára tímabil og hefur efnið verið valið útfrá eftirfarandi viðmiðum: Það sé ritað af íslenskum fræðimönnum á sviði félagsráðgjafar; það hafi verið birt á vettvangi fræðilegrar umfjöllunar og uppfylli kröfur í samræmi við það; það sé tengt beint við félagsráðgjöf og snerti samþættingu rannsókna, fræðavæðingar og fagþróunar.

Meginmarkmið með útgáfu lesheftisins er í fyrsta lagi að miðla þekkingu og gefa yfirsýn yfir þá framvindu og umræðu sem átt hefur sinn þátt í að greinin er nú jafn vel stödd í þessum efnum og raun ber vitni, í öðru lagi að gera þróunina sýnilega fyrir nemendur, í þriðja lagi að efnið sé aðgengilegt á einum stað, og síðast en ekki síst að leggja grunn að yfirliti sem að gagni geti komið við síðari greiningu og umfjöllun fræðimanna í þróun fagsins.

Lesheftið er einkum ætlað nemendum í félagsráðgjöf, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Það á þó erindi til annarra nemenda, félagsráðgjafa og annars fagfólks í tengdum greinum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is