Félagsleg skilyrði og lífsgæði: Rannsókn á högum einstæðra foreldra á Ásbrú/Keili í Reykjanesbæ
Höfundar: Sigrún Júlíusdóttir og Sólveig Sigurðardóttir
Október 2009
Markmið rannsóknarinnar var að fá heildarmynd af lífsskilyrðum fjölskyldna á Ásbrú ásamt því að gera þarfa- og úrræðagreiningu á aðstæðum þeirra sem stunda nám eða búa á svæðinu á tímum efnahagsþrenginga. Tilgangurinn var að afla vitneskju um lífsgæði einstæðra foreldra í samanburði við aðrar fjölskyldugerðir. Niðurstöður sýna m.a. að um 60% allra þátttakenda eiga börn, 53% foreldranna höfðu slitið samvistum og einstæðir foreldrar voru næst algegngasta fjölskyldugerðin (21%) á eftir fólki í sambúð (30%). Einstæðir foreldrar var sá hópur meðal barnafjölskyldna sem var í mestu námi og töldu rúmlega helmingur einstæðra foreldra að efnahagshrunið hefið haft áhrif á lífsgæði barna sinna. Einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn (92%) sem segjast myndu nýta sér ráðgjöf eða meðferðar þjónustu sem stæði þeim til boða að kostnaðarlausu. Líðan og heilsa einstæðra foreldra virðist þegar á heildina er litið lakari en heilsa þátttakenda í öðrum fjölskyldugerðum.