Ritröð II

Kvennasmiðjan: Rannsókn á endurhæfingu fyrir einstæðar mæður með langvarandi félagslegan vanda

 

Höfundur: Kristín Lilja Diðriksdóttir

 

Apríl 2009

 

Í ritröð II er fjallað um árangur af endurhæfingarúrræðinu Kvennasmiðjunni, frá byrjun ársins 2001-2006. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig Kvennasmiðjan hefur nýst þátttakendum þegar til lengri tíma er litið ásamt því að kanna stöðu og líðan þeirra kvenna sem lokið hafa endurhæfingunni. Árangur úrræðisins var metinn með því að leggja spurningalista fyrir allar þær konur sem lokið höfðu þátttöku ásamt því að taka viðtöl við 10 konur úr þeim hópi.  Niðurstöður sýna að verkefnið hefur skilað árangri en að huga þurfi að eftirfylgd að endurhæfingu lokinni til að viðhalda þeim árangri. Flestir þátttakendur töldu að lífsgæði sín hefðu aukist við þátttöku í endurhæfingunni.

 

Nánar um niðurstöður og rannsóknina í Ritröð II (.pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is