Ritröð I

Viðhorf eldra fólks: Rannsókn á viðhorfi og vilja aldraðra sem búa í heimahúsum

 

Höfundur: Sigurveig H. Sigurðardóttir

 

Desember 2006

 

Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um viðhorf og aðstæður aldraðra sem búa í heimahúsum. Tilgangurinn var að leita svara við því hvaða þættir stuðla að vellíðan og öryggi aldraðra og hvað þarf að vera til staðar til að aldrað fólk geti búið sem lengst á heimilum sínum. Rannsóknin byggir á rýnihópum þar sem rætt var við 46 aldraða einstaklinga og þeir spurðir m.a. um búsetuhagi, þjónustu, starfslok, félagslega og fjárhagslega stöðu, svo og hvernig þeir upplifa viðhorf til sín í samfélaginu. Einnig var hvatt til umræðrna um hver væru brýnustu verkefnin til að bæta hag aldraðra.

 

Niðurstöður og nánari upplýsingar um rannsóknin má finna í Ritröð I (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is