Námskeiðasyrpa vormisseri 2015
haldin á vegum RBF/félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands
Umsjón: Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi
Kennarar: Bjarney Kristjánsdóttir, Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Júlíusdóttir
Að vaxa í starfi – fagvitund og sjálfsefling
· Vitund, áhrif og árangur á vinnustað
Haldið þann 5. febrúar kl. 16-19. Kennari: Halldór S. Guðmundsson
Aðaláhersla í þessum hluta er á starfsaðstæður og stjórnun, mótun viðhorfa og afstöðu til árangurs í starfi. Í því felst að skoða samhengi í áherslum vinnustaðar og eigin persónu, m.a. um hvað stjórnendur vilja sjá og hvernig má glæða elda kapps og hvatningar og nýta eigin hæfni til að auka ánægju, fagleg áhrif og ítök.
· Handleiðsla - fagleg samskipti
Haldið þann 5. mars kl. 16-19. Kennari: Sigrún Júlíusdóttir
Í þessum hluta er fjallað um stöðu handleiðslu, aðferðir, meginhugtök og ramma. Þetta er tengt því hvað felst í ólíkum tegundum handleiðslu og hvað á við hvenær ásamt því hvernig handleiðsla eykur klíníska færni og er tæki til fageflingar. Unnið með viðhorf, fagsiðfræði og fyrirbæri tengd því að veita og fá handleiðslu.
· Persónuleg hæfni og sjálfsefling
Haldið þann 9. apríl kl. 16-19. Kennarar: Bjarney Kristjánsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir
Unnið er með samofið þroskaferli starfs- og einkasjálfs, m.a. tengt hugtökunum ábyrgð, fag - og sjálfsöryggi. Íhugun um eigin reynslu, menningarheim og viðhorf er tengd næmi fyrir menningarlegum mismun og gildum útfrá nýjum sjónarhornum. Hér geta persónulegar sögur okkar, bæði frá fjölskyldum og úr fyrri störfum og reynslu, ýmist hindrað í starfi eða dýpkað skilning og gagnast til að sjá sóknarfæri til fag - og sjálfseflingar.
Námskeiðið er endurmenntunarnámskeið á framhaldsstigi og jafngildir 12 kennslustundum. Staðfest vottorð um þátttöku verður afhent í námskeiðslok. Verð á námskeiðinu er 49.000 og verður sendur reikningur fyrir námskeiðsgjaldinu. Hægt er að sækja um styrk í starfsmenntunarsjóð BHM fyrir námskeiðsgjaldinu.