Námskeiðinu er ætlað, félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, ljósmæðrum, námsráðgjöfum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, prestum og öðru fagfólki sem vill bæta við þekkingu sína á ofbeldi, tileinka sér aðferðir til að greina það og geta nálgast svo viðkvæmt málefni og brugðist við á faglegan og árangursríkan hátt.
Námskeiðið er reglulega í boði fyrir bæði einstaklinga og starfshópa í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands. Námskeiðsdagar eru auglýstir á vef RBF. Einnig er í boði að halda námskeiði sérstaklega fyrir starfshópa og verkalýðsfélög gegn pöntun. Vinsamlegast hafið samband við RBF í síma 525-5200 eða á netfangið rbf@hi.is og fáið tilboð fyrir ykkar hóp.
Markmið
• Efla fagfólk í að greina á markvissan hátt þolendur ofbeldis
• Fræðsla um ofbeldi, algengi þess og afleiðingar
• Þjálfun í viðtalstækni og hvernig best er að nálgast og ræða viðkvæm málefni
• Fjallað verður um úrræði sem í boði eru fyrir þolendur ofbeldis
Námskeiðslýsing
Fjallað verður um:
• Birtingamyndir ofeldis í íslensku samfélagi og velt upp spurningunni af hverju eigi að spyrja um ofeldi í skjólstæðingavinnu.
• Helstu einkenni sem hægt er að íhlutast í hjá einstaklingum sem búa við andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, félagslegt og/eða efnahagslegt ofbeldi.
• Söfnun gagna, nálgun í málum, viðtalstækni og hvernig best er að setja mál í farveg og gildi handleiðslu fyrir fagaðila.
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar, umræður, klípusögur og verkefnavinna.
Umsjón: Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri RBF
Kennari: Jóna Margrét Ólafsdóttir, aðjúnkt við félagsráðgjafardeild HÍ