Barn í blóma er nýsköpunar– og þróunarverkefni sem felst í námskeiði fyrir bæði ungar stúlkur og foreldra þeirra. Það fer að öllu leyti fram á netinu og er ný sýn og nálgun í flóru sjálfstyrkingarnámskeiða.
Barn í blóma er hugarfóstur félagsráðgjafa og sálfræðings sem hafa brennandi löngun til að sjá ungt fólk og sérstaklega ungar stúlkur vaxa upp í heilbrigðum gildum og í góðu sambandi við foreldra sína og umhverfið allt.
Hvað er BÍB?
- Námskeið með áherslur og nálgun sem hafa ekki sést áður, til að styrkja og efla börn og foreldra.
- Fer að miklu leyti fram á netinu á sérhönnuðum innri vef.
- Fyrir stúlkur 10– 12 ára og foreldra þeirra.
Til hvers?
- Forvörn fyrir óæskilega hegðun/áhættuhegðun á unglingsárum.
- Mikilvægt að hefja forvarnir snemma! Á þessum aldri eru börnin móttækileg og sjálfsmyndin í mótun.
- Efla og hvetja foreldrana sem fyrirmyndir, þroska jákvætt gildismat og treysta tengsl fjölskyldunnar fyrir unglingsárin.
Hvernig?
- Áhersla á lausnir en ekki vanda.
- Unnið með sjálfsmynd, samskipti, siðferði og samveru.
- Þverfagleg hugmyndafræði úr félagsráðgjöf, sálfræði og kennslufræði.
Af hverju netnámskeið?
- Náum til barnanna gegnum þeirra heim.
- Nýtum framfarir í upplýsingatækni á nýjan og jákvæðan hátt.
- Námskeiðið getur nýst hvar sem er, hvenær sem.
Útfærslan
- Sérvefsvæði fyrir börn og foreldra.
- Pistlar, verkefni, spjallborð og dagbók.
- Innbyggt hvatningarkerfi, stjörnugjöf.
- Foreldrar hittast þrisvar með námskeiðshöldurum.
- Sýndarveruleikaunglingurinn Sóley leiðir börnin gegnum námskeiðið á blogginu sínu.
Námskeiðsgjald er kr. 20.000 fyrir fjölskylduna.