Í dag var kynnt skýrsla um, Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu. Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum. Samstarf barnaverndar og lögreglu.
Um var að ræða tímabundna þjónustu sem veitt var um tveggja ára skeið, frá september 2011 til maí 2013, þar sem sérfræðingur á vegum Barnaverndarstofu og lögregla störfuðu saman eftir fyrirfram ákveðnu vinnulagi "Þjónusta við börn sem búa við heimilisofbeldi,, Verkefnið var samstarf Barnaverndarstofu, barnaverndarnefnda og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og miðað að því að tryggja barnvæna nálgun í heimilisofbeldismálum. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.