Gegn ofbeldi

Frá upphafi stofnunar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) árið 2006 hefur sjónum verið beint að ofbeldi í fjölskyldum með rannsóknum og fræðslu. Stofnunin hefur í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðu neytið unnið að rannsóknarverkefni í sex hlutum sem snýr að ofbeldi gegn konum (og þar með fjölskyldunni allri) í tengslum við aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi karla gegn konum. Þá hafa fræðimenn á vegum Rannsóknastofnunarinnar haldið fjölda fyrirlestra um ofbeldi í samstarfi við marga aðra aðila. Mikilvægt er að ræða ofbeldi opinskátt í þjóðfélaginu til að auka þekkingu á málaflokknum og viðhorfum fólks til ofbeldis. 

Hér á síðunni er að finna rannsóknir, fræðsluerindi og annað efni sem RBF hefur birt varðandi ofbeldi gegn konum og ofbeldi í fjölskyldum og þar með ofbeldi gegn börnum.

Á síðustu árum höfum við byggt upp þekkingu á málaflokknum með rannsóknum og næstu skref eru að nýta þekkinguna til frekari starfa til að fyrirbyggja ofbeldi:

  • með fræðslu til fagfólks og almennings
  • með útgáfu fræðsluefnis 
  • með samstarfi við aðila sem starfa með þeim sem beittir hafa verið ofbeldi
  • með frekari rannsóknum

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd er í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, félagsþjónustu, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld. Eingöngu með samstilltu átaki allra aðila er hægt að útrýma ofbeldi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is