Um RBF

Lógó RBFRannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) er rannsókna- og fræðslustofnun. Rannsóknastofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Markmið RBF er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. Stofnunin var formlega opnuð 12. maí 2006; er starfrækt í félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og heyrir undir Félagsvísindastofnun.

Nýjustu útgáfur

Húsnæðisaðstæður innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Guðbjörg Ottósdóttir (2018).

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir, Sigurgrímur Skúlason. (2018). Mat á reiðistjórnunarúrræðinu ART út frá sjónarhóli þátttökubarna, foreldra þeirra og kennara. Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is